Haft var eftir Blake Lively að kynlífssenur í spennumynd Oliver Stone, Savages, hefðu treyst vinabönd hennar og mótleikaranna tveggja, Taylors Kitschs og Aarons Johnssons. Kitsches upplifði þó upptökurnar ekki sem vinahjal en haft er eftir leikaranum í People magazine að atriðið hafi verið mjög vandræðalegt. „Þetta var hrikalega vandræðalegt. Ég gat ekki beðið eftir því að upptökurnar kláruðust,“ sagði hann. Hann segir að kynlífssenan sé þó mjög stór partur af karakter hans í myndinni.
Kitschs telur að vandamálið hafi legið í því að hann hafi ekki þekkt leikkonuna. „Við fengum tvær vikur af æfingum og svo fórum við í upptökur. Ég held ég hafi þekkt Blake í þrjá daga, kannski fjóra.“ Það virðist ekki hafa truflað leikkonuna því hún taldi það vera tilvalda leið til þess að kynnast.
Kærasti Blake Lively, Ryan Reynolds, hefur því enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af ögrandi leik hennar.