Kynþokkafyllsta grænmetisætan

Leikkonan Jessica Chastain er kynþokkafyllsta grænmetisætan í hópi kvenna árið 2012, að mati dýraverndunarsamtakanna PETA. Meðal karlmanna sem ekki neyta kjöts er það leikarinn Woody Harrelson sem þykir bera af sökum kynþokka, samkvæmt dómi PETA.

Bæði Chastain og Harrelson hafa verið grænmetisætur um langt skeið. Leikkonan hætti að borða kjöt fyrir 15 árum og lýsti hún því hvernig henni tókst að bæta á sig sjö kílóum fyrir hlutverk sitt í verðlaunamyndinni The Help frá 2011, þrátt fyrir að sneiða algjörlega hjá öllum dýraafurðum.

„Ég þurfi að þyngjast og fá kvenlegri línur fyrir hlutverkið,“ sagði leikkonan í viðtali við fréttavefinn E! „Svo ég borðaði mikið af sojaafurðum. Soja er ríkt af jurtaestrógeni og gefur mjúkar línur. Ég borðaði yfir mig af sojaís.“

Grænmetisfæði er vinsælt meðal listamanna í Hollywood og Russell Brand, Olivia Wilde, Kristen Wiig og Carrie Underwood eru í hópi stórstjarna sem valdar hafa verið kynþokkafyllstu grænmetisæturnar af PETA í gegnum árin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup