Tom Cruise sagður niðurbrotinn

Kate Holmes og Tom Cruise á göngu í miðbæ Reykjavíkur.
Kate Holmes og Tom Cruise á göngu í miðbæ Reykjavíkur. Júlíus Sigurjónsson

Talsmaður bandaríska leikarans Toms Cruise sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að leikarinn væri niðurbrotinn eftir að Katie Holmes sótti um skilnað. Þá hefur verið upplýst að Holmes fari fram á forræði yfir sex ára gamalli dóttur þeirra, Suri.

Slúðursíðan TMZ greinir frá því, og vísar í skilnaðarskjölin, að Holmes hafi sótt um skilnað í gær og beri við ósættanlegum ágreiningi (e. irreconcilable differences). Hún hefur farið fram á forræði yfir Suri og sanngjarna upphæð í meðlag.

Hins vegar vekur athygli að í frétt BBC segir að Cruise og Holmes hafi ekki sést saman síðan í febrúar síðastliðnum. Ekki síst er það athyglisvert í ljósi meðfylgjandi ljósmyndar sem tekin var í miðborg Reykjavíkur á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar