Á gráu svæði

Bókin 50 Shades of Gray hefur farið sigurför um heiminn.
Bókin 50 Shades of Gray hefur farið sigurför um heiminn. Ljósmynd/Samsett

Engin önnur fullorðinsbók hefur selst eins hratt og erótíska ástarsagan Fifty Shades of Grey eftir E.L. James. Hún sló milljón bóka múrinn í kiljusölu í Bretlandi nýverið en fyrra hraðsölumetið var í höndum Dans Brown og bókarinnar Da Vinci lykilsins. Bókin segir frá BDSM-sambandi ungrar konu, Anastasiu Steele, og nokkru eldri milljarðamærings, Christians Grey.

Þetta er ekki eina metið sem fellur þessa dagana því Amazon.co.uk tilkynnti í vikunni að James væri fyrsti höfundurinn sem seldi meira en milljón bækur í rafbókabúð Amazon. Þá eru taldar allar þrjár bækurnar því á eftir frumrauninni Fifty Shades of Grey fylgdu bækurnar Fifty Shades Darker og Fifty Shades Freed. Fyrsta bókin hefur síðan verið endurprentuð sautján sinnum í Bretlandi.

„Þríleikurinn selst alveg sérstaklega vel, bæði sem rafbók og kilja,“ sagði kynningarfulltrúi bókaútgáfunnar Arrow, Charlotte Bush. „Þegar við keyptum bækurnar var fólk að velta því fyrir sér hvort konur forðuðust að lesa bækurnar opinberlega. Ég trúði því alltaf að þær myndu gera það,“ sagði hún og bætti við: „Það er svo spennandi að sjá konur og menn lesa bókina í strætóum, görðum, á ströndinni, snyrtistofum og veitingastöðum. Ég sá meira að segja konu á gangi með nefið ofan í bókinni!“

Kallað mömmuklám

Eins og áður segir eru bækurnar erótískar og hafa verið kallaðar „mömmuklám“ en margir kaupendur bókanna eru konur með börn á þrítugs- og fertugsaldri. Einhverjar þeirra eru kannski feimnar við að láta sjá sig með bókina því Kindle-útgáfa Fifty Shades of Grey selst um þessar mundir í tveimur eintökum á móti einni kilju sem er hátt hlutfall.

Gordon Willoughby, Evrópustjóri Kindle (rafbóka Amazon) er að vonum ánægður með James. „Bækur E.L. James hafa selst bæði hraðar og betur en nokkrar aðrar bækur á Kindle. Þetta er ótrúlegur árangur fyrir nýjan rithöfund og við erum með spennt að fylgjast með henni fara yfir milljón bóka-múrinn.“

E.L. James, eða Erika Leonard, eins og hún heitir, býr í London með eiginmanni sínum til tuttugu ára og tveimur drengjum. Hún starfaði við sjónvarp og maðurinn hennar, Niall Leonard, er handritshöfundur.

Fysta bókin kom út fyrir rétt rúmu ári og hefur hún því öðlast skjótan frama. TIME Magazine er meira að segja með E.L. James á listanum yfir hundrað áhrifamestu manneskjur í heimi árið 2012.

Hana hafði lengi langað til að skrifa skáldverk og lét loks verða af því. Hún prófaði sig fyrst áfram með skrifum í aðdáendaheimi Twilight-sagnanna á netinu (aðalsöguhetjurnar hétu meira að segja Bella Swan og Edward Cullen) og fékk frábærar viðtökur við sögum sínum. Hún hefur lýst því yfir í viðtali að bækurnar séu „afsprengi sálarkreppu konu á miðjum aldri með öllum þeim fantasíum sem það felur í sér“. Aðdáendur bókanna ættu líka að gleðjast yfir því að James er með nýja bók í smíðum sem hún segir vera ástarsögu.

E.L. James
E.L. James AFP
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka