Ofurfyrirsæta gengur í Vísindakirkjuna

Breska ofurfyrirsætan Agyness Deyn ætlar að taka upp vísindatrú eins og eiginmaðurinn, leikarinn Giovanni Ribisi. Parið kom öllum á óvart þegar það gifti sig í júní eftir tæplega tveggja mánaða samband. Ribisi aðhyllist vísindatrú og fyrirsætan er afar áhugasöm um að helga sig Vísindakirkjunni.

„Giovanni reynir aldrei að heilaþvo neinn, en dregur þó engan dul á að vísindatrú á hug hans allan,“ segir heimildamaður breska tímaritsins Grazia.

„Mjög ólíklegt er að hann hefði kvænst Agy ef hún hefði ekki í hyggju að taka upp vísindatrú. Hún var mjög efins fyrst þegar þau ræddu trúmál hans en hún er nú opin fyrir öllu og mætti með honum á kynningarfund Vísindakirkjunnar í Los Angeles.“

Riblisi er að sögn heimildamanns mjög virkur innan Vísindakirkjunnar, rétt eins og móðir hans. Sama er að segja um tvíburasystur hans Marissu sem er gift þekktum meðlimi kirkjunnar, bandaríska tónlistarmanninum Beck.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar