Drepinn ef ég verð leiðinlegur

„Ég er bara búinn að sjá einn þátt af þessu svo ég þarf að fara að spýta í lófana og kynna mér þetta almennilega. Það er bara svo leiðinlegt að vera inni að horfa á vídeó þegar það er svona gott veður,“ segir Björn Hlynur Haraldsson, leikari, sem landaði á dögunum hlutverki í þriðju þáttaröð The Borgias. Þættirnir eru framleiddir fyrir sjónvarpsstöðina Showtime í Bandaríkjunum en hafa einnig verið sýndir á SkjáEinum.

„Þetta er kardináladrama sem fjallar um þessa Borgia-fjölskyldu. Það er enn verið
að skrifa handritið en mér sýnist á öllu að ég eigi að leika stríðsmann sem tengist sögu þessarar fjölskyldu, ég á að minnsta kosti að vera með sverð og eitthvert vesen.“

Með aðalhlutverkið í þáttunum fer leikarinn Jeremy Irons, en hann leikur Alexander VI páfa. Björn Hlynur segir tækifærið hafa komið til að tilstuðlan umboðsmanns síns.  „Ég er með umboðsmann í London sem sendir mig af og til í prufur úti, þannig að ég er alltaf á höttunum eftir einhverju svona og svo datt þetta bara inn. Þetta leggst auðvitað bara vel í mig. Þetta er stórt um sig, tekið upp í risastóru stúdíói í Búdapest og það er alltaf gaman að fá að taka þátt einhverju svona umfangsmiklu. Þetta verður nett ævintýri.“

Seríurnar gætu orðið fleiri

„Framleiðendur þáttanna hafa sagt mér að ég eigi að vera í flestum þáttunum í þessari seríu þannig að ég er mjög sáttur við það,“ segir Björn, en hvernig mun þetta hafa áhrif á önnur verkefni leikarans?  „Ég þurfti allavega að strauja öll önnur verkefni mín út af borðinu frá ágúst til nóvember, svo þetta verður nokkurra mánaða verkefni. Svo segja þeir mér reyndar að karakterinn minn verði með í fjórðu seríu líka svo kannski verð ég eitthvað þarna á næsta ári líka.  Þetta er byggt á sannri sögu og samkvæmt mannkynssögunni deyr persónan mín ekki strax í næstu seríu. Það er það sem menn hugsa alltaf þegar þeir fá hlutverk í svona seríu, hvenær karakterinn þeirra drepst,“ bætir hann við á léttum nótum.

„En svo veit maður nú aldrei hvort þeir breyti handritunum og falsi söguna. Ef ég verð eitthvað leiðinlegur, þá drepa þeir mig kannski.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu stjórn á tilfinningum þínum þótt eitthvað verði til að róta upp í þeim. Einhver langt í burtu hjálpar þér með viturlegum ráðum, leiðbeiningum eða bænum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan