Gjafmildi í Kúveit

Ekki er ólíklegt að hjónaböndum fjölgi eitthvað í Kúveit á …
Ekki er ólíklegt að hjónaböndum fjölgi eitthvað í Kúveit á næstunni í ljósi fréttanna. AFP

Meðlimur kúveisku konungsfjölskyldunnar ætlar að gefa sem samsvarar rúmlega 26 milljörðum íslenskra króna til kúveiskra skuldara, manna sem hyggja á hjónaband og lærðra einstaklinga í landinu.

Í tilkynningu á Twitter frá Salem al-Ali al-Sabah, sem á níræðisaldri fer enn fyrir her Kúveita, segist hann ætla að veita 60 milljónum dínara, eða sem samsvarar rúmlega 26 milljörðum króna, til að aðstoða kúveiska skuldara, menn sem hyggja á hjónaband og nema sem ljúka doktorsgráðum.

Mun hver sá Kúveiti sem kvænist kúveiskri konu á næstunni fá sem samsvarar rúmum tveimur og hálfri milljón króna í sinn hlut, þeir sem skulda fá sem samsvarar átjánhundruð þúsundum króna hver. Þá mun hver sá Kúveiti í landinu sem lýkur doktorsgráðu á næstunni fá sem samsvarar níu milljónum króna í sinn hlut. Tekið skal fram að allar fjárhæðirnar verða veittar viðkomandi í dínörum.

Ekki er það svo gott að þegnar annarra ríkja sem búa í Kúveit falli einnig undir þessa styrktaráætlun Salems, hún á einungis við um innlenda þegna olíuríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir