Gjafmildi í Kúveit

Ekki er ólíklegt að hjónaböndum fjölgi eitthvað í Kúveit á …
Ekki er ólíklegt að hjónaböndum fjölgi eitthvað í Kúveit á næstunni í ljósi fréttanna. AFP

Meðlim­ur kú­veisku kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar ætl­ar að gefa sem sam­svar­ar rúm­lega 26 millj­örðum ís­lenskra króna til kú­veiskra skuld­ara, manna sem hyggja á hjóna­band og lærðra ein­stak­linga í land­inu.

Í til­kynn­ingu á Twitter frá Salem al-Ali al-Sa­bah, sem á níræðis­aldri fer enn fyr­ir her Kúveita, seg­ist hann ætla að veita 60 millj­ón­um dín­ara, eða sem sam­svar­ar rúm­lega 26 millj­örðum króna, til að aðstoða kú­veiska skuld­ara, menn sem hyggja á hjóna­band og nema sem ljúka doktors­gráðum.

Mun hver sá Kúveiti sem kvæn­ist kú­veiskri konu á næst­unni fá sem sam­svar­ar rúm­um tveim­ur og hálfri millj­ón króna í sinn hlut, þeir sem skulda fá sem sam­svar­ar átján­hundruð þúsund­um króna hver. Þá mun hver sá Kúveiti í land­inu sem lýk­ur doktors­gráðu á næst­unni fá sem sam­svar­ar níu millj­ón­um króna í sinn hlut. Tekið skal fram að all­ar fjár­hæðirn­ar verða veitt­ar viðkom­andi í dínör­um.

Ekki er það svo gott að þegn­ar annarra ríkja sem búa í Kúveit falli einnig und­ir þessa styrktaráætl­un Salems, hún á ein­ung­is við um inn­lenda þegna ol­íu­rík­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir