Japanskur aðdáandi taldi öll „búmm“

Will.i.am er rappari hljómsveitarinnar Black Eyed Peas.
Will.i.am er rappari hljómsveitarinnar Black Eyed Peas. mbl.is

Rapparinn Will.i.am lét japanskan aðdáenda sinn slá sig út af laginu á dögunum. Rapparinn, sem er í hljómsveitinni The Black Eyed Peas, var að heilsa aðdáendum sínum þegar japönsk stúlka kom til hans og sagði: „Í laginu Boom Boom Pow segir þú búmm 101 sinni!“

Rapparinn lét þessa athugasemd slá sig augnablik út af laginu en svaraði þó og reyndi að sýnast öruggur: „Já, nákvæmlega. Þakka þér kærlega fyrir að hlusta á tónlistina mína.“

Að því sögðu fór Will.i.am heim og taldi. „Ég lagðist yfir lagið og taldi sjálfur og stúlkan hafði rétt fyrir sér. Það er nákvæmlega 101 búmm,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar