Ronan Keating ánægður með Ísland

Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal í gærkvöld.
Ronan Keating á sviðinu í Herjólfsdal í gærkvöld. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar

Ronan Keating er farinn af landinu ef marka má twittersíðu hans, en hann virðist afar sáttur við stutt stopp sitt á Íslandi þar sem hann kom fram í Herjólfsdal í gærkvöldi við góðar undirtektir þjóðhátíðargesta.

„Kominn aftur til Reykjavíkur eftir ótrúlegt gigg. Frábærir áheyrendur. Nú hef ég fjórar klukkustundir til að sofa. Góða nótt öll sömul,“ tísti Keating um hálftvöleytið í nótt. Hann kom til Íslands 4. ágúst frá Færeyjum og sagði m.a. frá því á twittersíðunni um helgina að hann hefði smakkað bestu humarsúpu ævi sinnar hjá Sægreifanum við Reykjavíkurhöfn og að hann ætti erfitt með svefn. „Allt of bjart í Reykjavík. Verður einhvern tíma dimmt?“

Gekk upp á Eldfell

Í gær tísti Keating um að hann væri á leiðinni til Vestmannaeyja og hlakkaði mikið til að koma fram. Þá birti hann mynd af útsýninu frá sviðinu í Herjólfsdal og sagði það ótrúlegt. Síðar í gær birti hann einnig mynd af sér frá toppi Eldfells í Heimaey. „Var að enda við að ganga upp á eldfjallið, ótrúlegt!!!“ tísti hann. 

Þegar við bætist tíst um ótrúlegt gigg og frábæra áheyrendur er óhætt að álykta að Keating fari sáttur heim eftir þessa helgarferð til Íslands. Hann segist á Twitter ætla að verja næstu þremur dögum í að ferðast um Bretland og koma fram í fjölda útvarpsþátta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir