Leikarinn Dylan McDermott segir það ómetanlegt að hafa fengið að vinna með tveimur fyndnustu mönnum Hollywood. Hann leikur nú í kvikmyndinni The Campaign ásamt Zach Galifanakis og Will Ferrell.
„Will og Zach spinna mikið af línunum þrátt fyrir að þeir haldi sig auðvitað líka við handritið,“ sagði hann. McDermott segir að þegar að þeir félagar komist í stuð sé ekki hægt að hætta að hlæja. Hann rifjaði upp atvik þar sem Will spann í fimmtán mínútur samfleytt. „Þetta var ótrúlegt. Ég var að deyja úr hlátri, hreinskilnislega að deyja!“