Elvis-aðdáendur skilja hverjir aðra

Þúsundir aðdáenda Elvis Presleys söfnuðust saman við hlið Graceland, þar sem Presley var búsettur, og kyrjuðu lög hans við kertaljós. Fólkið minntist þess að í dag eru 35 ár liðin frá andláti hans.

„Fólk skilur þetta ekki. Fjölskyldan mín skilur þetta ekki, hvað þá vinnufélagarnir. En þegar ég er með öðrum Elvis-aðdáendum, þá þarf ég ekki að útskýra neitt. Við skiljum hvert annað,“ sagði Darlene Warren, Presley-aðdáandi frá Marylandríki sem var við Graceland í dag. 

Elvis Presley lést árið 1977, 42 ára að aldri en ekkert lát virðist vera á vinsældum hans.

Minningartónleikar voru haldnir við Graceland í dag og meðal þeirra sem þar komu fram voru Priscilla Presley, fyrrverandi eiginkona Elvis, og dóttir hans, Lisa Marie.

„Ég hef alltaf forðast svona viðburði, þar sem ég hélt að þeir væru of tilfinningaþrungnir. En mér fannst það vera þess virði að koma hingað í kvöld og vera með ykkur,“ sagði Lisa Marie við aðdáendurna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup