Russell Crowe: Ísland rokkar

Íslandsdvöl Russells Crowes er farin að styttast í annan endann og leikarinn greinilega farinn að gera upp dvöl sína hér í huganum. Á miðnætti tísti hann hugleiðingar sínar um landið kalda og sparaði ekki lýsingarorðin.

„Mín upplifun af Íslandi: Þetta er mjög sérstakur staður. Dulrænn, krefjandi, heiðarlegur, hömlulaus, notalegur og hrífandi. Ísland rokkar.“

Crowe virðist hafa verið nýkominn úr tveggja klukkustunda líkamsrækt og slökun í World Class og Laugum þegar hann ákvað að setjast við lyklaborðið og dásama landið, því stuttu áður tístir hann

„Laugar World Class er virkilega góð líkamsræktarstöð. Þegar svo baðstofan og laugarnar bætast við verður þetta frábært. Aðeins örfáir dagar eftir hérna núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar