Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum, en hún þénaði 165 milljónir Bandaríkjadollara á tímabilinu maí 2011 til maí 2012. Það samsvarar rúmum 20 milljörðum íslenskra króna.
Þetta kemur fram í úttekt tímaritsins Forbes.
Oprah er í efsta sæti þessa lista fjórða árið í röð, en hún á framleiðslufyrirtækið Harpo, bókaklúbb, tímaritið O ásamt sjónvarps- og útvarpsstöð.
Í öðru sæti, með fimm milljónir dollara minna í árstekjur en Winfrey er kvikmyndaleikstjórinn Michael Bay, en tekjur sínar á síðasta ári fékk hann einkum af kvikmyndinni Transformers:Dark of the Moon.
Steven Spielberg er í þriðja sæti, leikstjórinn Jerry Bruckenheimer í því fjórða og tónlistarmaðurinn og raftækjaframleiðandinn Dr. Dre í því fimmta. Af þeim 20 sem verma efstu sætin er einungis ein kona, auk Opruh. Það er Britney Spears sem er í 20. sæti með 58 milljónir Bandaríkjadollara í árslaun.