Oprah þénar 20 milljarða á ári

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum. Hér …
Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum. Hér er hún ásamt Bobbi Kristina Brown, dóttur Whitney Houston heitinnar. AFP

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum, en hún þénaði 165 milljónir Bandaríkjadollara á tímabilinu maí 2011 til maí 2012. Það samsvarar rúmum 20 milljörðum íslenskra króna.

Þetta kemur fram í úttekt tímaritsins Forbes.

Oprah er í efsta sæti þessa lista fjórða árið í röð, en hún á framleiðslufyrirtækið Harpo, bókaklúbb, tímaritið O ásamt sjónvarps- og útvarpsstöð.

Í öðru sæti, með fimm milljónir dollara minna í árstekjur en Winfrey er kvikmyndaleikstjórinn Michael Bay, en tekjur sínar á síðasta ári fékk hann einkum af kvikmyndinni Transformers:Dark of the Moon.

Steven Spielberg er í þriðja sæti, leikstjórinn Jerry Bruckenheimer í því fjórða og tónlistarmaðurinn og raftækjaframleiðandinn Dr. Dre í því fimmta. Af þeim 20 sem verma efstu sætin er einungis ein kona, auk Opruh. Það er Britney Spears sem er í 20. sæti með 58 milljónir Bandaríkjadollara í árslaun.

Steven Spielberg er þriðji tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum.
Steven Spielberg er þriðji tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum. AFP
Dr. Dre.
Dr. Dre. AFP
Britney Spears.
Britney Spears. AFP
Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum. Hér …
Sjónvarpskonan Oprah Winfrey er tekjuhæsti einstaklingur heims í skemmtanabransanum. Hér er hún með leikaranum Hugh Jackman. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup