Mbl.is frumsýnir fyrstu stikluna úr kvikmyndinni Djúpinu, sem er í leikstjórn Baltasars Kormáks, en hún er lauslega byggð á samnefndu leikverki Jóns Atla Jónassonar.
Kvikmyndin byggist á einstöku björgunarafreki Guðlaugs Friðþórssonar. Árið 1984 synti hann 5-6 km í svartamyrkri og köldum sjó til lands, eftir að Hellisey VE 503 fórst. Hann náði landi á austanverðri Heimaey og braust um úfið hraun til byggða. Fjórir skipsfélagar Guðlaugs fórust.
Djúpið verður frumsýnd 21. september nk.