Nýtt líf án áfengis

Russell Brand og Geri Halliwell, nýjasta parið í stjörnuheiminum, eiga margt sameiginlegt. Þau ákváðu til dæmis bæði fyrir nokkrum árum að snúa við blaðinu og hefja nýtt og betra líf án áfengis.

Breski grínleikarinn og fyrrverandi kryddpían hittust við lokaathöfn Ólympíuleikanna í London og hafa verið óaðskiljanleg síðan. Þau tengjast á andlega sviðinu; iðka bæði jóga og stunda innhverfa íhugun, og það sem meira er, þau nota ekki lengur vín.

„Russell og Geri eru á sama stað í lífinu,“ segir heimildamaður fréttavefjarins Radar Online. „Þau hafa bæði breytt um lífsstíl og eru tilbúin í framtíðarsamband, byggt á nýjum gildum.

Eins og allir vita voru þau bæði iðin við að skemmta sér hér á árum áður, drukku ótæpilega og birtust oft á ljósmyndum sem sýndu þau skjögrandi heim af næturklúbbum í miður góðu ástandi. Núna láta þau ekki sjá sig á börunum og njóta kyrrlátara lífs.

Þau hafa bæði hellt sér í jóga og snerta ekki vín. Geri einbeitir sér að dóttur sinni Bluebell og Russell hefur ekki drukkið víndropa í tæp tíu ár. Hann veit mætavel að ef hann fær sér einn sopa er hann fallinn,“ er haft eftir heimildamanni Radar Online.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup