Róttækur listviðburður endurskoðaður

Súperþvottavélin hennar Rósku var sýnd á Holtinu. Verkið er ekki …
Súperþvottavélin hennar Rósku var sýnd á Holtinu. Verkið er ekki til lengur.

Útimyndlistarsýningarnar á Skólavörðuholti 1967 - 1972 brutu blað í sögu höggmyndalistar á Íslandi og voru jafnframt kímið að stofnun Myndhöggvarafélagsins.  Sýningarnar fimm voru víðfeðmar. Fjörutíu og fimm listamenn á aldrinum 17 – 75 ára tóku þátt. Eldri kynslóð virtra listamanna, ungir róttækir listamenn, listnemar og áhugamenn sýndu hlið við hlið verk sem spönnuðu mikla vídd í aðferðarfræði, inntaki og efni. Grásteinn, brons, tré og járn jafnt sem plast, fundnir hlutir og heilhveitibrauð var efniviður verkanna á Holtinu.  

Andi og hugsjónir 1968 kynslóðarinnar sveif yfir vötnunum – samvinna, bjartsýni, sköpunarkraftur og tjáningarfrelsisvitund en einnig sterkur vilji til að gera myndlist sýnilegri í borgarmyndinni og ná til hins almenna borgara. Sýningarnar fengu mikla athygli, margir hneyksluðust  en aðrir nutu nýstárlegrar myndlistar með opnum huga en vissulega  breyttu útimyndlistarsýningarnar skilningi almennings á höggmyndalist, segir í tilkynningu frá listasafni ASÍ.

Nú um fjörutíu árum síðar er kominn tími til að skoða og endurskoða þennan merka listviðburð. Ámundarsalur – hús Ásmundar Sveinsonar á Skólavörðuholti sem nú hýsir Listasafn ASÍ - var vagga sýninganna og því viðeigandi að minnast þeirra þar.

Á sýningunni verða nokkur þeirra verka sem sýnd voru á Holtinu m.a. eftir Diter Roth, Hallstein Sigurðsson, Inga Hrafn Hauksson, Jón Gunnar Árnason, Jón B. Jónsson, Ragnar Kjartansson, Sigrúnu Guðmundsdóttur, Sigurjón Ólafsson og Þorbjörgu Pálsdóttur.  

Stór hluti verkanna er ekki lengur til svo sem Flugan hans Magnúsar Tómassonar og Súperþvottavélin hennar Rósku og verður mörgum þeirra gerð skil með ljósmyndum og öðrum heimildum. Verður þar m.a. stuðst við einkaljósmyndasafn og úrklippusafn Ragnars Kjartanssonar, myndhöggvara.  Einnig verður sýnd ný heimildamynd eftir Katrínu Agnesi Klar og Ingu Ragnarsdóttur sem byggir á viðtölum við nokkra af þeim listamönnum sem tóku þátt í útimyndlistarsýningunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka