Geir vann fyrsta leik og kyssti Jóhönnu

Geir og Jóhanna fagna sigrinum.
Geir og Jóhanna fagna sigrinum. Ljósmynd/Walter Zaponik

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta, vann sinn fyrsta deildarleik sem þjálfari austurríska liðsins A1 Bregenz í miklum háspennuleik um síðustu helgi.

Bregenz vann HC Linz, 25:24. Lið Geirs var mest fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik, 24:20, en gestirnir í Linz jöfnuðu metin, 24:24, þegar fjórar mínútur voru eftir.

Þá tók Geir leikhlé sem skilaði marki strax í kjölfarið, 25:24, og þökk sé tveimur vörslum hjá markverði Bregenz unnu heimamenn dramatískan heimasigur í fyrsta leik.

Mikið var fagnað í höllinni og smellti Geir sjálfur kossi á eiginkonu sína, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, í tilefni dagsins. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir