Verslingar tóku vel á móti nýnemum skólans í morgun með skúffukökum, söngi og tónlist.
Í dag er nýnemadagur í Verzlunarskóla Íslands. Ungmennin voru boðin velkomin með brosi á vör og skúffuköku. Skemmtónefndin svokallaða, sem skipulagði daginn, tók uppáklædd á móti nýju nemendunum og fengu þau að heyra söng og klassíska tónlist við komuna í skólann í morgun.
Nýnemarnir eiga svo von á enn meiri skemmtun því í dag er fyrirhuguð sérstök nýnemaferð.