Neitaði að tjá sig um Hobbit

Peter Jackson
Peter Jackson AFP

Kvik­mynda­gerðarmaður­inn Peter Jackson forðaðist að svara spurn­ing­um um ákvörðun sína að skipta Hobbit­an­um upp í þrjár mynd­ir. Hann hef­ur verið harðlega gagn­rýnd­ur fyr­ir þá ákvörðun sína en bók J.R.R. Tolkiens Hobbit er 300 blaðsíður að lengd.

Jackson sat fyr­ir svör­um á kvik­mynda­hátíðinni í Toronto í kvöld í gegn­um Skype. Hann varði  þessa ákvörðun sína á sín­um tíma með því að mun meira efni verður tekið fyr­ir í mynd­un­um held­ur en í meg­in­texta bók­ar­inn­ar. Á blaðamanna­fund­in­um var tekið fram að Jackson myndi ekki svara nein­um spurn­ing­um sem ekki tengd­ust kvik­mynd­inni West of Memp­his sem hann leik­stýr­ir og er frum­sýnd í Toronto. Johnny Depp leik­ur aðal­hlut­verkið í þeirri mynd.

Fyrsta mynd­in er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús í 14. des­em­ber nk. og ári síðar verður önn­ur mynd­in frum­sýnd.

Hobbit er und­an­fari þríleiks­ins um Hringa­drótt­ins­sögu, sem Jackson kvik­myndaði einnig, og seg­ir frá hobbit­an­um Bil­bó Bagg­ins sem er kynja­vera; sam­bræðing­ur manns og dvergs.

Ver­öld Bil­bós um­turn­ast þegar galdramaður­inn Gandálf­ur bank­ar upp á hjá hon­um einn dag­inn og plat­ar hann í leiðang­ur ásamt þrett­án dverg­um.

Johnny Depp mætti á frumsýningu West Of Memphis í Toronto …
Johnny Depp mætti á frum­sýn­ingu West Of Memp­his í Toronto í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinir og vandamenn leita gjarnan til þín um ráðgjöf. Gefðu þér tíma til að bera saman verð og gæði því það mun borga sig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
4
Bjarki Bjarna­son
5
Jill Man­sell