Neitaði að tjá sig um Hobbit

Peter Jackson
Peter Jackson AFP

Kvikmyndagerðarmaðurinn Peter Jackson forðaðist að svara spurningum um ákvörðun sína að skipta Hobbitanum upp í þrjár myndir. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þá ákvörðun sína en bók J.R.R. Tolkiens Hobbit er 300 blaðsíður að lengd.

Jackson sat fyrir svörum á kvikmyndahátíðinni í Toronto í kvöld í gegnum Skype. Hann varði  þessa ákvörðun sína á sínum tíma með því að mun meira efni verður tekið fyrir í myndunum heldur en í megintexta bókarinnar. Á blaðamannafundinum var tekið fram að Jackson myndi ekki svara neinum spurningum sem ekki tengdust kvikmyndinni West of Memphis sem hann leikstýrir og er frumsýnd í Toronto. Johnny Depp leikur aðalhlutverkið í þeirri mynd.

Fyrsta myndin er væntanleg í kvikmyndahús í 14. desember nk. og ári síðar verður önnur myndin frumsýnd.

Hobbit er undanfari þríleiksins um Hringadróttinssögu, sem Jackson kvikmyndaði einnig, og segir frá hobbitanum Bilbó Baggins sem er kynjavera; sambræðingur manns og dvergs.

Veröld Bilbós umturnast þegar galdramaðurinn Gandálfur bankar upp á hjá honum einn daginn og platar hann í leiðangur ásamt þrettán dvergum.

Johnny Depp mætti á frumsýningu West Of Memphis í Toronto …
Johnny Depp mætti á frumsýningu West Of Memphis í Toronto í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar