Sóar öllu sínu fé

Lindsay Lohan er óhemju kærulaus í peningamálum og stefnir hraðbyri í gjaldþrot. Þetta fullyrðir heimildarmaður bresku útgáfu tímaritsins Grazia.

Að sögn heimildarmanns eyðir leikkonan launum sínum um leið og hún aflar þeirra. „Lindsay er sama sem gjaldþrota,“ segir hann.

„Hún hefur ekki unnið reglulega mjög lengi. Og þegar hún fær verkefni þá klárar hún peninginn um leið, hann bókstaflega gufar upp.“

Síðasta stóra verkefni leikkonunnar var hlutverk kvikmyndagyðjunnar Elizabeth Taylor í sjónvarpsmyndinni Liz & Dick.

„Eina verkefnið framundan hjá Lindsay er smáhlutverk í Scary Movie 5. Það er fátt annað í kortunum og fjölskylda hennar og vinir hafa áhyggjur af því hvernig henni muni reiða af.

Það er altalað að hún sé allt að því gjaldþrota,“ er haft eftir heimildarmanni blaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir