Berbrjósta Katrín í fleiri blöðum

Katrín, hertogaynja af Cambridge.
Katrín, hertogaynja af Cambridge. AFP

Ítalska tímaritið Chi hyggst birta umdeildar myndir af Katrínu hertogaynju af Cambridge, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, en þar er hún einungis klædd bikiníbuxum. Myndirnar voru teknar er hjónin voru í fríi í Suður-Frakklandi.

Chi mun helga 26 síður í næsta tölublaði sínu þessu efni og Alfonso Signorini, útgefandi tímaritsins, sagði í dag að forsíðufyrirsögn blaðsins yrði „Drottningin er nakin“. „Þetta umfjöllunarefni er einstaklega áhugavert vegna þess að þau munu einn góðan veðurdag sitja á valdastóli í Bretlandi,“ sagði Signorini.

Berlusconi gefur blöðin út

Chi er í eigu sama útgáfufyrirtækis og gefur út franska tímaritið Closer, sem fyrst birti myndirnar af Katrínu. Fyrirtækið heitir Mondadori Group og er í eigu Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.

Vilhjálmur og Katrín höfðuðu í dag mál gegn Closer fyrir myndbirtinguna.

Myndbirting franska tímaritsins Closer af hertogaynjunni fáklæddri hefur vakið mikla …
Myndbirting franska tímaritsins Closer af hertogaynjunni fáklæddri hefur vakið mikla athygli. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir