Sendiráðið heiðrar „kúreka norðursins“

Sendiherra Bandaríkjanna Luis E. Arreaga mun veita Hallbirni J. Hjartarsyni viðurkenningu fyrir að koma kántrýtónlist á framfæri á Íslandi og fyrir framlag hans til kántrýtónlistar þriðjudaginn 18. september. Afhending viðurkenningarinnar fer fram í Kántríbæ á Skagaströnd kl. 17.00. 

 Sendiherrann mun veita Hallbirni viðurkenningu frá hinu bandaríska Country Music Association með áletruninni „The Country Music Association Recognizes Hallbjörn Hjartarson for his Contributions to Country Music in Iceland“. Viðurkenningin er undirrituð af forstjóra samtakanna Steve Moore.

 Hallbjörn fær einnig viðurkenningu frá sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi með áletrun sendiherrans sjálfs þar sem m.a. segir:  „Tónlist Hallbjörns færir fólk nær hvert öðru“ og „Hallbjörn brúar bilið milli íslenskrar og bandarískrar tónlistar.“ 

Hallbjörn sem er löngu landsþekktur fyrir tónlist sína er frumkvöðull sem hefur helgað lífsstarf sitt því að samþætta íslenska tónlist við bandaríska tónlistarstefnu án þess nokkurn tíma að víkja frá textagerð á móðurmálinu. Hann hefur um langt árabil átt og rekið útvarpsstöðina „Útvarp Kántrýbæ“ sem hefur kynnt kántrýtónlist fyrir fjölmörgum Íslendingum auk þess hefur Hallbjörn gefið út fjölda hljómplatna með íslenskri kántrýtónlist. Hallbjörn stofnaði einnig veitingastaðin Kántrýbæ sem hefur sterka tilvísun í þá tónlistarstefnu sem hann stendur fyrir.

 Kynnar við afhendinguna verða Margrét Blöndal og Ásbjörn Björgvinsson. Til máls taka Adolf H. Berndsen, oddviti Sveitarfélagsins Skagastrandar, Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Hallbjörn J. Hjartarson „kúreki norðursins.“

Tónlistarstjórn verður í höndum Magnúsar Kjartanssonar og með honum verða þjóðþekktir tónlistarmenn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Valdabarátta og persónuleg átök ríða húsum á vinnustað þínum. Máttarvöld heimsins, til dæmis foreldrar, sjá ekki sólina fyrir þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka