Baltasar ætlar að kvikmynda Sjálfstætt fólk

Baltasar Kormákur frumsýnir á föstudag nýjustu kvikmynd sína, Djúpið.
Baltasar Kormákur frumsýnir á föstudag nýjustu kvikmynd sína, Djúpið. mbl.is/Golli

Baltasar Kormákur hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á tveimur bókum Halldórs Laxness, Sjálfstæðu fólki og Gerplu. Hann segir íslenska kvikmyndagerð tilbúna til að takast á við þetta stóra verkefni.

„Ég var að ganga frá réttinum á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxness,“ tilkynnti Baltasar í viðtali í Kastljósi RÚV í gærkvöldi. „Þetta er okkar stóra bók og mig hefur lengi dreymt um að kvikmynda hana og líka Gerplu. Þannig að ég tók tvennu á Laxness.“

Baltasar sagði ekki ennþá komið á hreint hver myndi fara með hlutverk Bjarts í Sumarhúsum en að hann hefði nokkra leikara í sigtinu.

Baltasar viðurkenndi að verkefnið væri mikil áskorun, enda hafi hver Íslendingur sína sýn á Sjálfstætt fólk.

„Þetta er bara eins og að setja hausinn í snöruna en mér líður vel með hálsinn þar. Ég er ekkert að reyna að fara auðvelda leið, þetta eru bara sögur sem ég hef rosalega ástríðu fyrir og mér finnst þetta vera sögur sem þjóðin eigi og mig langar til að gefa þjóðinni mína bestu útgáfu af þessum sögum svo að þær fái að lifa í kvikmyndaforminu. Íslenska kvikmyndin er tilbúin til að takast á við svona verkefni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka