Orrustan unnin en stríðið rétt að byrja

Vilhjálmur prins og eiginkonan Kate brugðust skjótt við birtingu nektarmynda af drottningunni verðandi í frönskum fjölmiðlum. Og þó þau hafi unnið fyrstu orrustuna og fengið lögbann á frekari birtingu myndanna í Frakklandi, er ljóst að stríðið um verndun einkalífs konungsfjölskyldunnar er í raun rétt að byrja.

Franskur dómstóll úrskurðaði parinu í hag í dag en lögbannið sem hann féllst á er þó takmarkað ef litið er á málið í stóru samhengi. Nektarmyndirnar umdeildu eru auðvitað þegar komnar á netið og þar munu þær lifa um ókomna framtíð. Þá hafa myndirnar einnig verið birtar í löndum utan Frakklands, s.s. á Ítalíu og á Írlandi.

Hjónakornin hafa einnig farið fram á það að franski ríkissaksóknarinn rannsaki málið og ljósmyndarann sem tók myndirnar.

Sérfræðingar telja að lögbannskrafan hafi því í raun fyrst og fremst verið táknræn. Hún sýni að parinu sé full alvara með því að vernda einkalíf sitt fyrir fjölmiðlum og slúðurþyrstum almenningi.

Slíkt mun væntanlega verða þeim ennþá mikilvægara er þau eignast barn sem yrði þriðji einstaklingurinn í erfðaröðinni að krúnunni, segir Joe Little, ritstjóri Majesty tímaritsins.

„Þau vilja senda út skilaboð til þeirra sem ætla sér að gera eitthvað þessu líkt í framtíðinni,“ segir Little við AP-fréttastofuna.

Þau skjótu viðbrögð sem Vilhjálmur og Kate sýndu þykja líka til marks um það að þau  ætli sér að fara aðra leið en Elísabet drottning, sem hefur ekki viljað grípa til málsókna og dómstóla nema í ýtrustu neyð varðandi málefni konungsfjölskyldunnar. Little segir þetta líka til marks um það að Vilhjálmur sé staðráðinn í því að leyfa fjölmiðlum ekki að komast upp með að hundelta eiginkonu sína á sama hátt og þeir gerðu við móður hans, Díönu prinsessu.

Hins vegar er því ekki að neita að lögsókn sem sú er parið fór í vegna frönsku myndanna, hefur í raun ekkert að segja um dreifingu mynda - veruleikinn er allt annar nú en fyrir nokkrum árum. Það sem einu sinni fer á netið  - verður á netinu.

Samkvæmt niðurstöðu dómarans þurfti franska slúðurblaðið Closer að afhenda öll rafræn eintök af myndunum en í raun er það aðeins formsatriði.

Myndirnar munu fylgja Kate allt hennar líf - rétt eins og allar þær myndir sem teknar hafa verið af henni hingað til.

„Skaðinn er augljóslega skeður,“ segir Christopher Mesnooh, bandarískur lögfræðingur. „Þúsundir og jafnvel tugþúsundir eintaka af myndunum eru nú í dreifingu. Að fara með málið fyrir dómstóla var hárrétt ákvörðun hjá prinsinum og hans konu. En blaðið var prentað og því var dreift. Skaðinn er skeður.“

Hann segir að fjölmiðlamenn hafi litlu að tapa að birta myndir sem þessar. Hann segir að Closer eigi eftir að græða mikið á því að hafa birt myndirnar. Sekt sem blaðið fékk fyrir myndbirtinguna skipti engu máli þegar allt komi til alls.

Vilhjálmur og Kate hafa einnig farið í mál við ljósmyndarann sem tók myndirnar. Hann hefur enn ekki verið nafngreindur en gæti átt yfir höfði sér eins árs fangelsi.

En sektir og fangelsisdómar munu ekki þurrka myndirnar út af netinu.

Tim Luckhurst, prófessor í fjölmiðlun Háskólann í Kent, segir að unga fólkið hafi vonandi lært mikilvæga lexíu.

„Prinsinn og eiginkona hans verða að hugsa vel út í það hvað sé viðeigandi hegðun fyrir erfingja krúnunnar á þessum tímum internetsins.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir