Danski metsölurithöfundurinn Sven Hazel (Hassel) er látinn, 95 ára að aldri. Á heimasíðu hans kemur fram að bækur hans hafi selst í yfir 53 milljónum eintaka.
„Meistaraverk,“ skrifaði bandaríska blaðið Chicago Sunday Tribune árið 1953 um þekktustu bók Hazels, Hersveit hinna fordæmdu. Bókin vakti mikla athygli en hún fjallar um danskan hermann í þjónustu Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni.
Rúmlega sextíu ár eru frá því bókin kom fyrst út. Bókin naut m.a. mikilla vinsælda í Bretlandi og seldist þar í yfir 15 milljónum eintaka.
Hazel skrifaði einnig Dauðinn á skriðbeltum, Stríðsfélagar, Í fremstu víglínu o.fl. bækur sem allar fjalla um stríð.
Hazel lést á föstudag.