Magni fær annan séns

Magni Ásgeirsson flutti lagið Hugarró eftir Sveinn Rúnar Sigurðsson í …
Magni Ásgeirsson flutti lagið Hugarró eftir Sveinn Rúnar Sigurðsson í síðustu forkeppni. Þórunn Erna Clausen samdi textann. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög sem ekki komust upp úr undankeppnum fyrir Eurovision fá annað tækifæri í svokallaðri Second Chance-söngvakeppni sem fram fer á fimmtudag. Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (FÁSES) ætlar að hefja starfsár sitt með því að efna til sameiginlegs áhorfs á keppnina.

Í fréttatilkynningu frá FÁSES kemur fram að Second Chance-söngvakeppnin hefur verið haldin árlega frá 1987 og kjósa aðdáendaklúbbar Eurovision víða um heim á milli laganna sem keppa. 19 lög keppa um titilinn í ár en framlag Íslands er lagið Hugarró, sem Magni Ásgeirsson söng í forkeppninni í fyrra.

FÁSES-félagar, sem eru á annað hundrað talsins, völdu lagið til keppninnar síðastliðið vor. Íslenskir flytjendur hafa að sögn FÁSES átt góðu gengi að fagna í Second Chance-söngvakeppnunum. Þannig var Jóhanna Guðrún sigurvegari keppninnar í fyrra með lagið Nótt og Hera Björk sigraði árið 2009, að vísu með danska framlaginu, laginu Someday. 

Keppnin fer fram á fimmtudagskvöld, 27. september, og efnir FÁSES til sameiginlegs áhorfs á Hressó kl. 20. Kosning fer fram strax eftir sýningu laganna, en samkvæmt reglunum er ekki leyfilegt að kjósa eigið land, rétt eins og í Eurovision. Félagar í FÁSES sem framvísa félagsskírteinum hafa atkvæðisrétt í kosningunni en allir eru velkomnir.

Allar nánari upplýsingar eru á facebooksíðunni: FÁSES-OGAE Iceland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir