Fólk myndar sig inni á klósetti

Eins og sjá má tæki Hrefna Rósa sig vel út …
Eins og sjá má tæki Hrefna Rósa sig vel út í mynd á borð við Crouching Tiger, Hidden Dragon. Styrmir Kári

Hrefna Rósa Sætran, matreiðsludrottning og sjónvarpskokkur með meiru, prýðir forsíðu Monitor þessa vikuna. Í viðtalinu ræðir hún við blaðamann um slysin við matargerð, æskudrauminn, hrefnubrandara og ævintýraferð til Dubai, svo eitthvað sé nefnt. Þá er ónefnt að í viðtalinu er drepið létt á umræðu um klósettið á Grillmarkaðnum, sem hefur vakið mikla athygli síðan staðurinn var opnaður sumarið 2011.

„Við ákváðum að reyna að viðhalda stemningunni á staðnum sjálfum inni á klósetti. Þetta með að hafa opið á milli karla- og kvennaklósetts í gegnum vaskinn var bara hugmynd sem kom upp og mér sýnist hún hafa heppnast ágætlega,“ segir Hrefna og bætir við: „Maður hefur tekið eftir fólki sem hefur farið sérstaklega inn á klósett til að taka mynd af sér þar, til dæmis við vaskinn, sem er kannski ekkert sérstaklega algengt á veitingastöðum.“

Meira í Monitor. Blaðið má lesa í heild sinni hér að neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar