Herbert Lom látinn

Herbert Lom í The Ladykillers.
Herbert Lom í The Ladykillers. mbl.is

Leikarinn Herbert Lom er látinn, 95 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika Charles Dreyfus í myndunum um Bleika pardusinn.

Lom fæddist í Tékklandi en bjó í London. Hann lék í yfir 100 kvikmyndum á ferli sínum sem spannaði 60 ár. Þeirra á meðal eru myndirnar The Ladykillers, Spartacus og El Cid.

Fjölskylda hans segir hann hafa dáið í svefni í dag.

Lom lék m.a. tvívegis Napóleon Bonaparte. Hann kom fyrst fram í hlutverki lögregluforingjans Dreyfus í Bleika pardusnum árið 1964. Á árunum lék hann í þáttunum Corter læknir (The Human Jungle) sem voru sýndir í íslensku sjónvarpi en þættirnir voru framleiddir á árunum 1963-1964.

Lom hét fullu nafni Herbert Charles Angelo Kuchacevich ze Schluderpacheru. Hann fæddist í Prag árið 1917. Þar ólst hann upp og gekk í háskóla.

Hann hóf feril sinn á sviði í Tékkóslóvakíu en flutti svo til Englands í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þar fór hann í leiklistarnám og kom fram í sinni fyrstu kvikmynd árið 1940.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir