Lady Gaga komin til Reykjavíkur

Lady Gaga við komuna til Íslands
Lady Gaga við komuna til Íslands mbl.is/Styrmir Kári

Stefani Joanne Angelina Germanotta, betur þekkt undir listamannsnafni sínu Lady Gaga, er komin til Reykjavíkur en einkaþota hennar lenti á Reykjavíkurflugvelli á tíunda tímanum.

Klukkan tvö í dag mun hún taka við viðurkenningu úr LennonOno-friðarsjóðnum í Hörpu.

„Lady Gaga er svo þekkt að það sem hún segir getur haft mikil áhrif og breytt heiminum,“ segir listakonan Yoko Ono um poppstjörnuna. Ono veitir viðurkenningar sjóðsins hér á tveggja ára fresti, á fæðingardegi Johns Lennons, 9. október. Lennon hefði orðið 72 ára í dag hefði hann lifað.

Í kvöld verður einnig árleg tendrun Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey.

Auk Lady Gaga hljóta viðurkenningar í ár rithöfundarnir John Perkins, Christopher Hitchins og friðarsinninn Rachel Corrie. Hitchins og Corrie eru látin og taka ættingjar þeirra við viðurkenningunum. Þá hefur Ono þegar, í samstarfi við Amnesty International, veitt rússnesku femínistunum í Pussy Riot viðurkenningu.

Hér fyrir neðan sést Lady Gaga flytja lag Lennons Imagine

Lady Gaga
Lady Gaga mbl.is/Styrmir Kári
Lady Gaga var kát er hún kom til Íslands í …
Lady Gaga var kát er hún kom til Íslands í morgun mbl.is/Styrmir Kári
Aðdáendur Lady Gaga bíða eftir söngkonunni fyrir utan Hótel Borg.
Aðdáendur Lady Gaga bíða eftir söngkonunni fyrir utan Hótel Borg. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar