Russell Crowe skilinn

Stórleikarinn Russell Crowe er skilinn við eiginkonu sína, Danielle Spencer, eftir níu ára hjónaband. The Sydney Morning Herald greinir frá þessu. Herra Crowe eyddi lunganum úr sumrinu á Íslandi þar sem tökur á Nóa fóru fram. Meðan á dvöl hans hérlendis stóð lék hann á als oddi, hjólaði bæjarhluta á milli, lyfti lóðum í Mjölni og borðaði íslenskt skyr eins og enginn væri morgundagurinn.

Nú er hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann og tökuliðið er að ljúka við tökur á Nóa.

Spencer og Crowe eiga tvo syni, Charles og Tennyson, átta og sex ára. Fréttir af skilnaðinum koma eins og þruma úr heiðskíru lofti því hjónin hafa þótt mikið fyrirmyndarpar, sérstaklega á Hollywood-mælikvarða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar