Týndist á sænsku sjúkrahúsi

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Wikipedia

21 árs sænskur karlmaður óttast að hann eigi aldrei eftir að ganga aftur án aðstoðar eftir að hann týndist á háskólasjúkrahúsinu í Linköping sem aftur varð til þess að meiðsli sem hann hafði orðið fyrir urðu miklu verri.

Maðurinn, John Bruhne, fótbrotnaði á hjólabretti og var tjáð á sjúkrahúsinu að hann yrði kominn heim aftur eftir tvo daga. Sex vikum og átta aðgerðum síðar er hann hins vegar enn á sjúkrahúsinu samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins.

Ástæðan fyrir hinni löngu sjúkrahúslegu er sem fyrr segir sú að starfsfólk sjúkrahússins týndi Bruhne eftir að hann hafði verið fluttur nokkrum sinnum á milli deilda. Það varð til þess að vöðvarnir í kringum fótbrotið fóru að visna og rotna.

Þegar sjúkrahúsið hafði loks upp á staðsetningu hans var Bruhne drifinn í neyðaraðgerð og þrír vöðvar fjarlægðir af fætinum. Hann hefur síðan gengist undir sjö aðrar aðgerðir þar sem reynt hefur verið að lagfæra meiðslin sem hann hefur orðið fyrir.

Haft er eftir Bruhne að hann óttist að ná sér aldrei að fullu af meiðslum sínum og geti aldrei aftur stundað íþróttir eins og fótbolta. „Það er hræðilegt að svona lagað geti gerst bara til þess að spara pening.“

Málið hefur verið tilkynnt til sænskra heilbrigðisyfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar