Meðhöndlaður eins og skepna

Conrad Murray, einkalæknir Michaels Jacksons, er meðhöndlaður eins og skepna í fangelsinu í Kaliforníu, ef marka má orð lögfræðings hans, Michaels Flanagans. Murray var í nóvember í fyrra dæmdur í fjögurra ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að vera valdur að dauða Jacksons, sem fannst látinn á hótelherbergi í Bandaríkjunum sumarið 2009.

Læknirinn er heilsuveill og sætir afar illri meðferð í fangelsinu, að sögn lögmanns hans. „Fangaverðirnir koma fram við Conrad eins og skepnu,“ segir Flanagan í viðtali við dagblaðið New York Daily News.

„Hann hírist í þröngum og óvistlegum fangaklefanum allan daginn. Helmingur klefans fer undir rúmið, hinn helmingurinn undir klósettið, hann getur ekki snúið sér við.“

Haft er eftir lögmanninum að Murray fái aðeins að stunda líkamsrækt tvisvar í viku og aðstaðan sé ekki beysin því æfingar fari fram í „búri“ á þaki byggingarinnar.

Talskona fangelsisins, Nicole Nishida, svarar ásökunum lögmannsins í blaðinu og segir að fangaklefi Murrays sé á engan hátt frábrugðinn klefum annarra fanga. Fylgst sé með heilsufari hans og satt að segja njóti hann mjög góðrar umönnunar lækna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar