Leoncie vill keppa í Evróvisjón

Söngkonan Leoncie.
Söngkonan Leoncie. mbl.is/Úr einkasafni

Söngkonan Leoncie hefur sent lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins, þ.e. undankeppnina fyrir Evróvisjón 2013. Hún vandar fyrri dómnefndum ekki kveðjurnar og segir að henni hafi áður verið hafnað af „fordómafullum aumingjum“.

Auk þess segir hún í tilkynningu að spillingin hafi verið svo mikil innan fyrri dómnefnda að dómarar sendu sjálfir inn lög og völdu þau. Þetta reyndar rökstyður Leoncie  ekki með dæmum.

„Ég vil líka láta þig vita að enginn vildi segja mér hvenær RÚV byrjaði að auglýsa eftir lögum í keppnina. Tónlistarmenn á Íslandi aðallega voru að reyna fela keppnina fyrir mér,“ segir söngkonan og bætir við að hún hafi komist að því að peningum væri mokað í að hvetja tónlistarfólk til að senda inn. „Nema mig!“ 

Hún úthúðar svo íslensku tónlistarfólki áður en kemur að lokaorðunum: „Ég býst við að ég flytji aftur til Íslands og bjargi íslensku krónunni og öllum íslenskum fjölskyldum með upphefjandi tónlist. Og ég ætla að fara í framboð sem forsætisráðherra.“

Plata Leoncie.
Plata Leoncie.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir