þakkar aðdáendum stuðninginn

Russel Crowe þakkaði hlý orð.
Russel Crowe þakkaði hlý orð. Reuters

Leikarinn og Íslandsvinurinn Russel Crowe þakkaði aðdáendum stuðninginn í tísti á Twitter-síðu sinni, í kjölfar skilnaðar hans og Danielle Spencer nú nýverið.

Crowe og Danielle höfðu verið gift frá árinu 2003 en þau eiga saman tvo syni. Fréttist m.a. af því að fjölskyldan hefði dvalist hér á landi um tíma í sumar, á meðan Crowe tók þátt í tökum fyrir myndina Noah sem er væntanleg í kvikmyndahús.

Leikarinn hafði ekkert tjáð sig um skilnaðinn þar til hann þakkaði aðdáendum fyrir hlý orð í sinn garð á Twitter síðastliðinn sunnudag.

Skeggið fær að fjúka

Þrátt fyrir að hafa lítið tjáð sig um skilnaðinn til þessa hefur Crowe verið iðinn við tístið sem fyrr og hefur jafnvel slegið á létta strengi þar.

Lýsti hann því yfir þar á dögunum að veglegt skeggið sem hann skartaði hér á landi í sumar, fengi fljótlega að fjúka, Sagði hann það verða í nóvember næstkomandi og því búið spil að biðja hann um að leika jólasvein í ár.

Russel Crowe og eiginkona hans, Danielle Spencer áður en fréttist …
Russel Crowe og eiginkona hans, Danielle Spencer áður en fréttist af skilnaðinum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar