María, krónprinsessa í Danmörku, ók á roskinn hjólreiðamann er hún var á ferð í Land Rover bifreið sinni í Kaupmannahöfn í fyrradag. Hjólreiðamaðurinn beið lítinn skaða af.
Talsmaður dönsku hirðarinnar segir í samtali við Politiken.dk að prinsessan hafi ætlað að beygja til hægri í Austurbrúarhverfi er óhappið varð.
Hún hafi verið í sambandi við hjólreiðamanninn og að tryggt verði að hann muni ekki bera neinn fjárhagslegan skaða af óhappinu.