Natina Reed lést í umferðarslysi

Natina Reed
Natina Reed

Bandaríska tónlistarkonan Natina Reed lést síðastliðið föstudagskvöld þegar ekið var á hana í Georgíuríki í Bandaríkjunum, en hún var hluti af R&B-tríóinu Blaque. Hún var ennfremur þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bring It On frá árinu 2000. Reed hefði orðið 33 ára í dag. Fréttavefur BBC segir frá þessu í dag.

Fram kemur í yfirlýsingu frá félögum Reeds í Blaque, Brandi Williams og Shamari Fears-DeVoe, að þær séu eyðilagðar vegna frétta af láti hennar. Hún hafi verið hjartað og sálin í sveitinni auk þess að vera móðir, systir, listamaður og vinur. „Hennar verður alltaf saknað og áhrifa hennar á heimsvísu mun ávallt gæta.“

Reed lætur eftir sig tíu ára gamlan son, Tren, sem hún átti með rapparanum Ricardo Brown sem er betur þekktur sem Kurupt. Lögreglan í Georgíu hefur lýst því yfir að slysið hafi ekki verið sök ökumannsins sem ók á Reed og er ekki gert ráð fyrir að hann verði sóttur til saka vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir