Natina Reed lést í umferðarslysi

Natina Reed
Natina Reed

Bandaríska tónlistarkonan Natina Reed lést síðastliðið föstudagskvöld þegar ekið var á hana í Georgíuríki í Bandaríkjunum, en hún var hluti af R&B-tríóinu Blaque. Hún var ennfremur þekkt fyrir leik sinn í kvikmyndinni Bring It On frá árinu 2000. Reed hefði orðið 33 ára í dag. Fréttavefur BBC segir frá þessu í dag.

Fram kemur í yfirlýsingu frá félögum Reeds í Blaque, Brandi Williams og Shamari Fears-DeVoe, að þær séu eyðilagðar vegna frétta af láti hennar. Hún hafi verið hjartað og sálin í sveitinni auk þess að vera móðir, systir, listamaður og vinur. „Hennar verður alltaf saknað og áhrifa hennar á heimsvísu mun ávallt gæta.“

Reed lætur eftir sig tíu ára gamlan son, Tren, sem hún átti með rapparanum Ricardo Brown sem er betur þekktur sem Kurupt. Lögreglan í Georgíu hefur lýst því yfir að slysið hafi ekki verið sök ökumannsins sem ók á Reed og er ekki gert ráð fyrir að hann verði sóttur til saka vegna málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Birgitta H. Halldórsdóttir