Gafst upp á grænmetinu eingöngu

Hayden Panettiere segist hafa gefist upp á grænmetinu eingöngu.
Hayden Panettiere segist hafa gefist upp á grænmetinu eingöngu. LUCY NICHOLSON

Leikkonan knáa Hayden Panettiere reyndi um tíma að gerast grænmetisæta en gafst upp þar sem orkuleysi þjakaði hana.

„Ég reyndi að gerast grænmetisæta en kroppurinn brást ekki vel við,“ segir hin 23 ára fyrrverandi Heroes-leikkona í viðtali við nýjasta tölublað tímaritsins Self. „Ég var vön að fara út að hlaupa um klukkustund á dag ... en líkaminn á mér lokaði gjösamlega á slíkt, ég hafði einfaldlega ekki orkuna,“ bætti hún við.

Segist Panettiere stöðugt hafa verið þreytt eftir að hún tók allar dýraafurðir út úr mataræðinu í viðleitni til að lifa heilsusamlegra lífi. Fór hins vegar svo á endanum að hún hóf aftur að borða kjöt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir