Two and a half men er „óþverri“

Leikarahópurinn úr Two and a Half Man.
Leikarahópurinn úr Two and a Half Man. AFP

Leikarinn ungi sem fer með hlutverk Jake í hinum geysivinsælu sjónvarpsþáttum Two and a Half Men, segir þættina „óþverra“ og hvetur áhorfendur til að hætta að horfa.

Í myndbandi sem sett hefur verið á netið segir Angus T. Jones að hann vilji ekki lengur vera með í gerð þáttanna.

Hinn 19 ára gamli leikari segir að húmorinn í þættinum stangist á við það biblíunám sem hann stundar nú.

Jones hefur leikið í þáttunum frá því að hann var tíu ára gamall. Hann segir að fólk ætti að spyrja sig hvaða áhrif þátturinn hefði á það.

Í frétt BBC segir að myndskeiðið hafi verið sett á netið af Forerunner Christian Church í Kaliforníu, þeirri kirkju sem Jones er sagður sækja sér andlega leiðsögn.

„Ég leik í Two and a Half Men og ég vil ekki gera það. Gerðu það fyrir mig, hættu að horfa. Gerðu það, hættu að fylla höfuð þitt með þessum óþverra.“

Warner Bros og CBS sem framleiða og sýna þættina hafa ekki tjáð sig um orð Jones.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir