„Ekki hefðbundin morgunógleði“

Katrín, hertogaynja af Cambridge.
Katrín, hertogaynja af Cambridge. AFP

„Þegar þú kastar upp 30-40 sinnum á hverjum degi og þarft að leggjast inn á sjúkrahús, þá erum við ekki að tala um hefðbundna morgunógleði,“ segir Rachel Treagust, 28 ára gömul bresk kona. Hún hefur gengið með þrjú börn og á öllum meðgöngunum þjáðst af hyperemesis gravidarum, sjúkdómi sem nú hrjáir Katrínu, hertogaynju af Cambridge sem gengur með sitt fyrsta barn.

Á íslensku hefur þetta verið kallað sjúkleg morgunógleði eða sjúkleg uppköst.

Rachel sagði í samtali við AFP-fréttastofuna að sjúkdómurinn hefði lýst sér þannig að hún hefði verið rúmliggjandi meirihluta meðgöngunnar og hefði varla getað komið matarbita niður. Afleiðingarnar af því geta verið ýmiskonar; mikil þreyta, svimi og einbeitingarskortur og sumar kvennanna finna fyrir einkennum þunglyndis.

Hefðbundin morgunógleði hrjáir um 30% þungaðra kvenna í Bretlandi, en einungis um 0,5% fá sjúklega morgunógleði. 

Samkvæmt breskum heilbrigðisyfirvöldum þarf stundum að meðhöndla ástandið með vökvagjöf í æð. Þessi sjúkdómur hefur fengið fremur takmarkaða athygli, allt þar til greint var frá því að Katrín hefði verið lögð inn á sjúkrahús vegna hans.

Vilhjálmur Bretaprins og hertogi af Cambridge fyrir utan sjúkrahús Játvarðar …
Vilhjálmur Bretaprins og hertogi af Cambridge fyrir utan sjúkrahús Játvarðar konungs í London þar sem Katrín eiginkona hans dvelur. AFP
Sjúkrahús Játvarðar konungs í London þar sem Katrín dvelur.
Sjúkrahús Játvarðar konungs í London þar sem Katrín dvelur. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir