Hjúkrunarfræðingur Katrínar látinn

Vilhjálmur og Katrín koma af sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku.
Vilhjálmur og Katrín koma af sjúkrahúsinu fyrr í þessari viku. LEON NEAL

Hjúkrunarfræðingur sem annaðist Katrínu, hertogaynju af Cambridge, á sjúkrahúsi í London, fannst látinn í morgun. BBC segir að um sé að ræða hjúkrunarfræðinginn sem áströlsk útvarpsstöð plataði.

Hjúkrunarfræðingurinn starfaði á King Edward VII. þar sem Katrín dvaldi í þrjá daga í vikunni. Útvarpsmenn á ástralskri útvarpsstöð hringdu á sjúkrahúsið og þóttust vera Elísabet drottning og Karl Bretaprins. Þeim var gefið samband við hjúkrunarfræðing sem var á vakt sem gaf samband við annan hjúkrunarfræðing sem tjáði sig um líðan Katrínar.

Eftir að þetta mál kom upp gerði sjúkrahúsið breytingar sem áttu að tryggja að svona atvik kæmu ekki upp aftur. Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu sagði að það tæki þagnarskyldu sína mjög alvarlega.

Scotland Yard fékk í morgun tilkynningu um að kona hefði fundist meðvitundarlaus á götu í miðborg London. BBC segir að um sé að ræða hjúkrunarfræðinginn sem lenti í þessu máli.

Sjúkrahúsið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem andlát Jacintha Saldanha hjúkrunarfræðings, sem starfað hafði á spítalanum í fjögur ár, er harmað. Saldanha hafi verið einstaklega hæfur starfsmaður og vinsæl af samstarfsmönnum.

Í frétt í breska blaðinu Daily Mail er haft eftir heimildarmanni að flest bendi til að Saldanha hafi tekið eigið líf nokkra metra frá sjúkrahúsinu.

Ástralska útvarpsstöðin hringdi á sjúkrahúsið kl. 5.30 um morguninn. Enginn ritari var þá á vakt og þess vegar svaraði Saldanha í símann. BBC segir að Saldanha hafi síðan gefið samband við annan hjúkrunarfræðing sem gaf upplýsingar um líðan Katrínar. Saldanha var ekki verið leyst frá störfum eftir að þetta mál kom upp. Í yfirlýsingu frá spítalanum segir að spítalinn hafi leitast við að aðstoða Saldanha á þessum erfiðu tímum.

 Saldanha lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.

Konungshöllin sendi yfirlýsingu um andlátið

Katrín, hertogaynja af Cambridge, var lögð inn á sjúkrahús í vikunni vegna alvarlegrar morgunógleði. Sama daga sendi konungshöllin út tilkynningu um að Katrín og Vilhjálmur ættu von á barni. Fjölmiðlar um allan heim hafa sýnt þessum tíðindum gríðarlegan áhuga og var hópur fjölmiðlamanna við sjúkrahúsið dagana sem Katrín dvaldi þar.

Í yfirlýsingu frá St James-höll segir að hertoginn og hertogaynjan af Cambridge séu afar sorgmædd yfir örlögum Jacintha Saldanha. Hertogaynjan hafi notið afar góðrar umönnunar á King Edward VII. sjúkrahúsinu. Hugur þeirra sé hjá fjölskyldu Jacintha Saldanha, vinum hennar og starfsfélögum á þessum erfiðu tímum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir