Koma fram í þætti Jays Lenos

Of Monsters and Men
Of Monsters and Men mbl.is/Golli

Hljómsveitin Of Monsters and Men kemur fram í spjallþætti Jays Lenos í kvöld en það er í annað skiptið á árinu sem hún er fengin til þess að koma í þáttinn.

Á vef LA Times kemur fram að auk þeirra mun leikarinn Matt Damon koma fram í þættinum og eins leikarinn Chris Patt.

Í síðustu viku birti CBS-sjónvarpsstöðin ítarlegt viðtal við hljómsveitina og myndband með henni á vef sínum.

Þar kemur meðal annars fram að allt útlit sé fyrir að næsta ár verði annasamt hjá sveitinni og meðal annars komi þau fram í Ástralíu, Evrópu og Suður-Ameríku.

Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur komið víða fram á árinu og birst í sjónvarpsþáttum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún var meðal annars tilnefnd til MTV-verðlauna fyrir myndband sitt við lagið Little talks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar