Segja fegurðardrottninguna „hvíta sem mjöll“

Hópur sem berst fyrir mannréttindum blökkufólks í Frakklandi gagnrýnir val á Ungfrú Frakklandi en keppnin fór fram um helgina. Samtökin segja fegurðardrottninguna „hvíta sem mjöll“ og að fulltrúar blökkukvenna eigi erfitt uppdráttar í keppninni.

Marine Lorphelin, 19 ára læknanemi frá Búrgúndí, var krýnd ungfrú Frakkland á laugardagskvöld og hafði betur en Ungfrú Tahítí, Hinarini de Longeaux, sem hafnaði í öðru sæti.

Louis-Georges Tin, talsmaður CRAN, samtaka blökkufólks, segir að alltof fáir fulltrúar kvenna sem rætur eiga að rekja til Afríku taki þátt. Hann segir keppnina því ekki lýsandi fyrir franskt samfélag og það sé alvarlegt mál. „Þetta jafnast á við að afneita tilvist Frakka af afrískum uppruna,“ sagði í yfirlýsingu frá CRAN.

Af 33 keppendum á laugardag voru átta fulltrúar minnihlutahópa og sex þeirra komu frá frönskum yfirráðasvæðum í Kyrrahafi og Karíbahafi.

Í yfirlýsingunni er spurt hvort múslímar eigi ekki upp á pallborðið í keppninni. Í Frakklandi búa um fimm milljónir múslíma og flestir þeirra eru frá löndum Norður-Afríku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar