„Næstu gestir mínir eru stórkostleg hljómsveit frá Íslandi.“ Þannig kynnti bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jay Leno hljómsveitina Of Monsters and Men sem tók lagið í þætti gærkvöldsins. Að lagi loknu hrósaði Leno hljómsveitarmeðlimum fyrir flutninginn og heilsaði þeim með handabandi.
Leno er augljóslega afar hrifinn af Of Monsters and Men en þetta er í annað skiptið á árinu sem hljómsveitin er fengin til þess að koma í þáttinn.
Og það var ekki aðeins Leno sem virtist ánægður með flutninginn því áhorfendur létu vel í sér heyra og klöppuðu ákaft.
Að neðan má sjá Of Monsters and Men í þættinum.