Hótaði að aflýsa vegna reykinga

Madonna vandaði ekki tónleikagestum í Chile kveðjurnar á dögunum.
Madonna vandaði ekki tónleikagestum í Chile kveðjurnar á dögunum. AFP

Lýðum hefur löngum verið ljóst að Madonna er mikið fyrir heilsurækt og hollustu. Á dögunum hótaði hún m.a.s. að aflýsa tónleikum nema tónleikagestir dræpu umsvifalaust í sígarettum sínum.

Poppdrottningin var í Síle þar sem rignt hafði eins og hellt væri úr fötu fyrir tónleikana. Átti atvikið sér stað þegar söngonan hætti sér út á sviðið til að prófa hljóðbúnaðinn en töluverður fjöldi gesta hafði mætt snemma til að berja hana augum.

„Fólk er að reykja hérna nákvæmlega núna. Reykingar eru bannaðar hérna. Ef þið ætlið að reykja verður ekkert af tónleikunum,“ hvæsti hún í míkrafóninn þegar hún sá fjölda fólks púandi sígarettur fyrir framan sviðið.

„Ég er ekki að grínast, ég get ekki sungið ef þið reykið hérna. Skilið? Ef ykkur er ekki sama um mig þá reykið þið ekki,“ sagði söngkonan og var allra síst hlátur í huga.

Hvort liðið drap allt í fylgir ekki sögunni samkvæmt tónlistarvefnum Rolling Stone. Tónleikarnir fóru í öllu falli fram eins og lagt var upp með.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert traustur vinur og þeir sem umgangast þig vita það og einnig að þú gleymir ekki því sem gert er á þinn hlut eða þinna. Skrifaðu bestu hugmyndirnar þínar niður og farðu eftir þeim.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Jenny Colgan
3
Kathryn Hughes
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup