Depardieu fær rússneskan ríkisborgararétt

Vladimír Pútin, forseti Rússlands, hefur undirritað tilskipun sem tryggir franska leikaranum Gerard Depardieu ríkisborgarrétt í Rússlandi. Depardieu segist ætla að flýja land vegna óhóflegra skatta í Frakklandi.

Stjórnvöld í Kreml sendu í dag frá sér yfirlýsingu um að Pútín hefði skrifað undir tilskipun sem tryggði Depardieu ríkisborgararétt í Rússlandi.

Franska ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir því að tekinn verði upp hátekjuskattur sem þýddi að 75% tekna þeirra sem hæstar tekjur hafa rennur til ríkisins. Stjórnlagadómstóll úrskurðaði hins vegar að löggjöfin væri í andstöðu við stjórnarskrá. Depardieu hefur sagt að þessi niðurstaða breytti engu um áform sína að flytja úr landi. Hann sagði að miðað við upphafleg áform þyrfti hann að greiða 85% tekna sinna í skatt.

Pútín sagði í lok síðasta árs að hann væri tilbúinn til að veita Depardieu rússneskan ríkisborgararétt. Hann kallaði Depardieu vin sinn. Depardieu hefur sjálfur sagt að hann ætli að flytja til Belgíu, en hann hefur dvalið talsvert í Rússlandi og m.a. heimsótt kvikmyndahátíðir.

Gerard Depardieu
Gerard Depardieu LOIC VENANCE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan