Í tísku að dýrka Danmörku

Sidse Babett Knudsen í hlutverki sínu sem forsætisráðherra Danmerkur, Birgitte …
Sidse Babett Knudsen í hlutverki sínu sem forsætisráðherra Danmerkur, Birgitte Nyborg. Esben Salling

Danska sjón­varpsþáttaröðin Bor­gen nýt­ur víðar vin­sælda en á Norður­lönd­um því hún hef­ur hvað eft­ir annað verið val­in meðal bestu sjón­varpsþátta árs­ins 2012 bæði í Bretlandi og Banda­ríkj­un­um. Hinn exó­tíski heim­ur skandi­nav­ísks vel­ferðar­kerf­is þar sem kon­ur fara með völd virðist höfða til fólks og talað er um „skandi­navíu­veiki“ sem hafi haf­ist með þríleik Stiegs Lars­sons um Lis­beth Saland­er.

Fram kem­ur á vef Politiken að þætt­irn­ir virðist náð stöðu sem ákveðið menn­ing­ar­legt fyr­ir­brigði meðal millistétt­ar­sjón­varps­áhorf­enda í ensku­mæl­andi lönd­um. 

„Ekki aðeins sjá áhorf­end­ur sjálfa sig í þátt­un­um, þeir gefa fólki líka tæki­færi til að ferðast fram í tím­ann fyr­ir fram­an sjón­varps­skjá­inn, inn í nú­tíma­legt sam­fé­lag þar sem kon­ur geta haft völd, karl­ar líta eft­ir börn­um og þar sem fóst­ur­eyðing­ar eru af­greidd­ar sem hliðarsaga án þess að all­ur þátt­ur­inn sé lagður und­ir sam­visku­bit per­són­unn­ar sem gengst und­ir hana,“ seg­ir í um­fjöll­un Politiken í dag.

Eðli­leg­ar kon­ur snúa á kven­fyr­ir­litn­ingu

Þessi upp­skrift virðist gera það gott ef marka má er­lenda um­fjöll­un um þætt­ina þar sem stór lýs­ing­ar­orð eru notuð. Banda­ríska vefsíðan Daily Be­ast út­nefn­ir Bor­gen sem dæmi um bestu dramaþætti árs­ins, á und­an þátt­um eins og Mad Men og Downt­on Abbey. Um aðalleik­kon­urn­ar Sidse Babet Kundsen og Birgitte Hjort Søren­sen seg­ir blaðamaður­inn:

„Þess­ar tvær leik­kon­ur sýna einn besta leik í sjón­varpi síðasta ára­tug­inn með því að af­hjúpa, í stað þess að forðast, raun­sæja galla í karakt­er­un­um og sigr­ast þannig á stofn­ana­væddri kven­fyr­ir­litn­ingu hvor á sínu sviði.“

Nú­tíma­leg valda­bar­átta konu

Breska dag­blaðið Tel­egraph út­nefnd­ir Bor­gen einnig bestu dram­asjón­varpsþætti árs­ins 2012, á und­an Home­land, Break­ing Bad og Game of Thrones. Í banda­ríska tíma­rit­inu n+1 seg­ir að Bor­gen sé „mik­il­væg­asta þáttaröðin í evr­ópsku sjón­varpi“ og „áhrifa­mesti sjón­varpssmell­ur í ár­araðir“. Blaðamaður New York Times, Al­ess­andra Stanley, seg­ir að Bor­gen sé „hugs­an­lega sá sjón­varpsþátt­ur sem erfiðast er að finna í banda­rísku sjón­varpi, en í augna­blik­inu líka einn sá besti“.

Newsweek upp­fræðir les­end­ur sína sömu­leiðis á því að Bor­gen sé „besta sjón­varpsþáttaröð sem þú hef­ur aldrei séð“. Þar seg­ir að Bor­gen tak­ist það sem hinni nýju banda­rísku þáttaröð The News­room tak­ist ekki: Að fylla í fót­spor The West Wing sem gott póli­tískt drama. Blaðamaður Newsweek seg­ir að á meðan The News­room sé fast í fortíðinni með gam­aldags karlremb­um í aðal­hlut­verk­um sé Bor­gen nú­tíma­legt drama um valda­bar­áttu konu.

Í London er Bor­gen á allra vör­um, að sögn frétta­rit­ara New York times, og ráðherr­arn­ir Dav­id Ca­meron og Nick Clegg báðir sagðir for­falln­ir aðdá­end­ur. Og það er víðar en í hinum ensku­mæl­andi heimi sem Dan­mörk er í tísku, því franska dag­blaðið Le Monde út­nefndi danskt sjón­varps­efni sem það „heit­asta“ í Frakklandi um þess­ar mund­ir. Stjarna Birgittu Ny­borg fær einnig að skína á sjón­varps­skjám í Suður-Kór­eu, Hollandi, Grikklandi og Bras­il­íu.

Valda­mikl­ar fyr­ir­mynd­ir á reiðhjól­um

Í grein Politiken er leitað til álits­gjafa til að út­skýra þess­ar vin­sæld­ir. Pat­rick Kingsley, blaðamaður Guar­di­an, seg­ir helstu ástæðuna ein­fald­lega þá að þætt­irn­ir séu vandaðir, en auk þess komi þeir úr fram­andi um­hverfi enda séu Bret­ar flest­ir van­ir að horfa annaðhvort á breskt eða banda­rískt sjón­varps­efni.

„Í fyrsta þætt­in­um sér maður Birgitte Ny­borg hjóla í þing­húsið. Jesús! Það mynd­irðu aldrei sjá í London. Og bara það að aðal­per­són­an sé kona sem fer með svo mik­il völd í þróaðri út­gáfu af sam­steypu­stjórn, þar sem ekki eru sömu átaka­stjórn­mál og í Bretlandi, það er mjög exó­tískt.“

Önnur leið til að lifa líf­inu

Kingsley seg­ir að Bor­gen komi róti á hug­ann hjá Bret­um. Þeir þekki sjálf­an sig í einka­lífs­vand­ræðum per­són­anna, en þætt­irn­ir sýni þeim nýja nálg­un á lífið sam­kvæmt nor­rænu vel­ferðar­kerfi, þar sem öll börn fari á leik­skóla og meiri­hluti kvenna sé virk­ur á vinnu­markaði. „Það er í tísku að dýrka Dan­mörku. Við erum illa hald­in af Skandi­navíu­veiki.“

Grein­ar­höf­und­ur Politiken seg­ir að Dan­ir megi reynd­ar þakka ákveðnum Svía fyr­ir þess­ar miklu vin­sæld­ir, þ.e.a.s. Stieg Lars­son. Nor­ræna inn­reiðin hafi haf­ist með bók­um hans, en ráðamenn DR gerðu þó alls ekki ráð fyr­ir að póli­tískt drama eins og Bor­gen gæti leikið sama leik og glæpaþátt­ur­inn For­brydel­sen gerði í kjöl­farið, eða svo seg­ir Keld Reinicke, dag­skrár­stjóri TV 2 Í Dan­mörku.

„Ef þú hefðir spurt mig fyr­ir fimm árum hvort þetta gæti gerst þá hefði ég sagt nei. Því öll rök hníga gegn því.“

Birgitte Hjort Sørensen í hlutverki sínu sem blaðakonan Katrine Fønsmark …
Birgitte Hjort Søren­sen í hlut­verki sínu sem blaðakon­an Katr­ine Føns­mark í Bor­gen.
Sidse Babett Knudsen í hlutverki sínu sem Birgitte Nyborg Christensen …
Sidse Babett Knudsen í hlut­verki sínu sem Birgitte Ny­borg Christen­sen for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur í dönsku sjón­varpsþátt­un­um Bor­gen. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér er efst í huga að grípa til óhefðbundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Stundum eru svörin nefnilega fleiri en eitt og fleiri en tvö eftir eðli máls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þér er efst í huga að grípa til óhefðbundinna úrræða til að leysa ákveðin vandamál. Stundum eru svörin nefnilega fleiri en eitt og fleiri en tvö eftir eðli máls.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar