Reyndi að kyrkja kærustu með „drullulokkum“

Caleb Grotberg
Caleb Grotberg

Rúmlega þrítugur bandarískur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Portland, borgar í Oregon-ríki í Bandaríkjunum, eftir að rifrildi varð að heimilisofbeldi. Kærasta mannsins tilkynnti lögreglu að maðurinn hefði ráðist á sig og reyndi hann meðal annars að kyrkja hana með „drullulokkum“ (e. dreadlocks) sínum.

Árásin átti sér stað á um miðjan gærdag. Þegar lögregla mætti á vettvang var maðurinn, Caleb Grotberg, á bak og burt en henni tókst að hafa uppi á honum og handtaka. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna mannráns, tilraunar til líkamsárásar, líkamsárásar, hótana og kyrkingar.

Grotberg var færður í fangaklefa og verður að öllum líkindum í haldi þar til dómur fellur í máli hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þrá eftir fullkomnun og óraunsæjar áætlanir eiga hug tvíburans allan um þessar mundir. Og það sem meira er, þetta er ekkert mál fyrir þig! Oftast viltu nefnilega það sama.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir