Rúmlega þrítugur bandarískur karlmaður er í haldi lögreglunnar í Portland, borgar í Oregon-ríki í Bandaríkjunum, eftir að rifrildi varð að heimilisofbeldi. Kærasta mannsins tilkynnti lögreglu að maðurinn hefði ráðist á sig og reyndi hann meðal annars að kyrkja hana með „drullulokkum“ (e. dreadlocks) sínum.
Árásin átti sér stað á um miðjan gærdag. Þegar lögregla mætti á vettvang var maðurinn, Caleb Grotberg, á bak og burt en henni tókst að hafa uppi á honum og handtaka. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna mannráns, tilraunar til líkamsárásar, líkamsárásar, hótana og kyrkingar.
Grotberg var færður í fangaklefa og verður að öllum líkindum í haldi þar til dómur fellur í máli hans.