Klaus Kinski sakaður um barnaníð

Klaus Kinski.
Klaus Kinski. AFP

Eldri dóttir þýska stórleikarans Klaus Kinskis hefur stigið fram og upplýst um áralangt kynferðisofbeldi af hans hálfu. Hún segir ofbeldið hafa hafist þegar hún var fimm ára og staðið í fjórtán ár. Kinski lést árið 1991.

Klaus Kinski var afar afkastamikill leikari og lék meðal annars í kvikmyndunum Fitzcarraldo, Aguirre og Wrath of God. Hann er dáður í heimalandinu en eldri dóttir hans, Pola Kinski, hefur nú ákveðið að opinbera hans innri mann. „Hann gerði bara það sem hann vildi við mig,“ segir Pola og bætir við að Kinski hafi hunsað öll mótmæli hennar.

Pola veitti þýsku vikuriti viðtal sem birtist í dag en í næstu viku kemur út bók um ævi hennar undir oki föður síns. Hún segist hafa búið við stöðuga ógn enda hafi faðir hennar verið afar skapbráður og átt til að taka reiðiköst án nokkurrar sýnilegrar ástæðu.

Pola, sem stendur á sextugu, er dóttir fyrstu eiginkonu Kinskis, söngkonunnar Gislinde Kühbeck. Hún segir að lát föður hennar hafi gert aukið verulega á vinsældir hans. „Ég var orðin þreytt á að heyra fólk hefja hann til skýjanna og kalla hann snilling. Hann sýndi aldrei nokkrum manni virðingu.“

Klaus Kinski
Klaus Kinski AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar