Baltasar: „Það er bara næst“

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Golli

„Þetta er bara eins og þetta er; það er ekkert við þessu að gera,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur um tilnefningarnar til Óskarsverðlaunanna í ár. Kvikmynd Baltasars, Djúpið, er ekki á meðal þeirra fimm mynda sem eru tilnefndar í ár sem besta erlenda kvikmyndin.

„Maður stjórnar þessu ekki,“ segir Baltasar ennfremur, en hann er staddur í Bandaríkjunum. Hann tók blaðamanni mjög vel þrátt fyrir að hafa verið vakinn með símtali eldsnemma.

Baltasar fylgdist ekki með þegar greint var frá tilnefningunum í beinni útsendingu frá Los Angeles kl. 13:30 að íslenskum tíma (kl. 5:30 að morgni að staðartíma), en hann fékk að vita skömmu áður að Djúpið yrði ekki með á hátíðinni, sem fer fram 24. febrúar nk.

Myndirnar fimm sem eru tilnefndar sem besta erlenda kvikmyndin í ár eru: Amour frá Frakklandi og Austurríki, Kon-Tiki frá Noregi, No frá Síle, A Royal Affair frá Danmörku og War Witch frá Kanada.

„Það voru þrjár skandínavískar myndir þarna; þetta var sterkt ár,“ segir Baltasar. Hann tekur undir það að þetta sé eins og í boltanum, það sé ekki ávallt skot og mark.

Djúpið hafi aftur á móti fengið mjög góðar viðtökur og dreifingu, m.a. í Bandaríkjunum og í Kanada. Þá geti hann ekki kvartað undan því að komast á lista yfir níu myndir sem komu til greina sem besta erlenda kvikmyndin í ár.

„Það er bara næst,“ segir Baltasar að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan