Fjörutíu ár frá Minningu um mann

Gylfi Ægisson.
Gylfi Ægisson. Eggert Jóhannesson

Fyr­ir tæp­um fjöru­tíu árum söng Gylfi Ægis­son lag inn á kas­settu og af­henti peyj­un­um í Log­um til skoðunar. Þeim leist vel á, lagið var tekið upp og varð eitt vin­sæl­asta lastið 1973. Í til­efni af 40 ára af­mæli lags­ins hef­ur lagið verið gefið út að nýju og mynd­band gert við það. Söngv­ar­ar að þessu sinni eru Stefán Hilm­ars­son, Magni, Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi.

„Þegar lagið kom út söng Óli Back „... sem að þráði brenni­vín úr stæk“. Ekki voru all­ir með það á hreinu hvað stæk­ur var og umræðan var það mik­il að orðabók Há­skól­ans skar úr um málið og komst að því að stæk­ur væri drykkjarílát.

Hins veg­ar var Gylfi ekk­ert að syngja um stæk. Að eig­in sögn var hann bæði full­ur og tann­laus þegar hann söng demóið inn á kas­settu og var því bara svona óskýr. Þetta á að vera „... sem að þráði brenni­vín og sæ“ og ef ekki hefði verið hringt í Gylfa Ægis­son og hann spurður um þetta hefði söng­ur Magna í þessu lagi geymt sömu texta­vit­leysu og hjá Log­um forðum daga, því Magni var bú­inn að syngja fyrri setn­ing­una inn!“ seg­ir í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um.

Minn­ing um mann - 40 árum síðar from Sigva Multi­media on Vi­meo.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir