Fjörutíu ár frá Minningu um mann

Gylfi Ægisson.
Gylfi Ægisson. Eggert Jóhannesson

Fyrir tæpum fjörutíu árum söng Gylfi Ægisson lag inn á kassettu og afhenti peyjunum í Logum til skoðunar. Þeim leist vel á, lagið var tekið upp og varð eitt vinsælasta lastið 1973. Í tilefni af 40 ára afmæli lagsins hefur lagið verið gefið út að nýju og myndband gert við það. Söngvarar að þessu sinni eru Stefán Hilmarsson, Magni, Þór Breiðfjörð og Eyþór Ingi.

„Þegar lagið kom út söng Óli Back „... sem að þráði brennivín úr stæk“. Ekki voru allir með það á hreinu hvað stækur var og umræðan var það mikil að orðabók Háskólans skar úr um málið og komst að því að stækur væri drykkjarílát.

Hins vegar var Gylfi ekkert að syngja um stæk. Að eigin sögn var hann bæði fullur og tannlaus þegar hann söng demóið inn á kassettu og var því bara svona óskýr. Þetta á að vera „... sem að þráði brennivín og sæ“ og ef ekki hefði verið hringt í Gylfa Ægisson og hann spurður um þetta hefði söngur Magna í þessu lagi geymt sömu textavitleysu og hjá Logum forðum daga, því Magni var búinn að syngja fyrri setninguna inn!“ segir í tilkynningu frá aðstandendum.

Minning um mann - 40 árum síðar from Sigva Multimedia on Vimeo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir